19.10.2007 | 13:53
tortellini
hæhæ
ég er að borða tortellini...það er ekkert sérstaklega gott kalt.
ég var í Boston um síðustu helgi og svona til að svara hjördísi: já, ég keypti bleikar buxur..og líka bláa peysu, gráan bol/kjól, rauðan bol/kjól, 3 pör af hlýjum sokkum, þröngar gallabuxur, gula hettupeysu, kápu og íþróttaskó...úú já og líka gegt flotta sinnepsgula háhæla skó og rauða glansandi lágbotna skó.
já og það var alveg ógó gaman...en í alvörunni..ef ég hefði labbað eitthvað meira þá hefðu fæturnir á mér dottið af.
vikan hefur svosem verið ágæt..reyndar nokkur próf :( æjj samt bara fín....bekkurinn minn tapaði í sólbjarti en átti það svo ekki skilið...ég meina, umræðuefnið var KLUKKUR með og á móti....við vorum á móti...hvernig í ósköpunum er hægt að finna rök á móti klukkum????
ég er að fara í keramik á eftir...ætti samt ekkert að skrifa um keramik því ég held að það sé búið að auglýsa þetta of mikið...við erum allt of mörg...alltaf bara verið um 6 en núna erum við um 13......það er samt alveg gaman
en allavega...ég ætla að fara að lesa bók uppí sófa með heitt kakó
nammmm
bæó
Athugasemdir
Fyrst ég er byrjuð að kommenta í hvert skipti sem ég kíki á síðuna held ég því bara áfram..:) úúú sinnepsgula háhælaða skó!!...algjör pæja ;) Þeir eru samt varla jafn flottir og mínir silfurlituðu..verst að ég verð hátt í 190 cm á hæð þegar ég er í þeim...(ekki gott þegar Tryggve er ekki nema 180 á hæð..nema maður vilji komast í svona nicole kidman, tom cruise fíling;) Hafðu það gott!!knúúús
Hjördís systir (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.